Hyggst kynna friðartillögur fyrir Rússum

Volodimír Selenskí Úkraínu­foseti á ráðstefnunni í Sviss.
Volodimír Selenskí Úkraínu­foseti á ráðstefnunni í Sviss. AFP

Volodimír Selenskí Úkraínu­foseti hyggst kynna fyrir rússneskum stjórnvöldum tillögu sem miðar að því að binda enda á stríðið í Úkraínu.

Þetta sagði Selenskí á tveggja daga ráðstefnu um frið í Úkraínu sem fer nú fram í Sviss. Leiðtogar um 90 ríkja eru staddir á ráðstefnunni, þeirra á meðal eru Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Olaf Scholz Þýskalandskanslari. 

Viola Amherd, forseti Sviss, Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands og Volodimír …
Viola Amherd, forseti Sviss, Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands og Volodimír Selenskí Úkraínu­foseti. AFP

Rússum ekki boðið

Rússneskum stjórnvöldum var ekki boðið að taka þátt í ráðstefnunni. Leiðtogar nokkurra ríkja gagnrýndu þá ákvörðun og vildu meina að úkraínsk stjórnvöld þyrftu að gera málamiðlanir ef þau vildu frið. 

Um 90 þjóðarleiðtogar eru á ráðstefnunni.
Um 90 þjóðarleiðtogar eru á ráðstefnunni. AFP

„Við þurfum að ákveða hvað friður þýðir fyrir heiminn og hvernig hægt er að koma honum á varanlega,“ sagði Selenskí í opnunarræðu sinni. 

„Síðan verður sú ákvörðun kynnt rússneskum stjórnvöldum, síðan yrði haldin önnur ráðstefna til þess að binda enda á stríðið.“

Úkraínsk stjórnvöld hafa áður sagt að Rússum yrði boðið að taka þátt í síðari ráðstefnunni. Afstaða sem margar þjóðir studdu í dag. 

Í gær krafðist Vladimír Pútín Rússlandsforseti þess að Úkraínumenn myndu draga her sinn til baka og sagði það vera skilyrði að endalokum stríðsins. Selenskí hafnaði þeirri kröfu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka