Þakkaði N-Kóreu fyrir stuðninginn

Kim Jong-un og Pútín á samsettri mynd.
Kim Jong-un og Pútín á samsettri mynd. AFP/Sergei Ilyin

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti hrósaði Norður-Kór­eu fyr­ir að „styðja dyggi­lega við bakið” á Rúss­um í stríðinu þeirra í Úkraínu, áður en hann heim­sótti höfuðborg­ina Pyongyang.

Bú­ist er við því að Pútín ætli að styrkja tengsl ríkj­anna þegar kem­ur að varn­ar­mál­um en bæði ráða þau yfir kjarna­vopn­um.

Áætlað er að Pútín lendi í Norður-Kór­eu í kvöld og er þetta fyrsta heim­sókn hans þangað í 24 ár.

Norður-Kóreumenn í skrúðgöngu árið 2021 þegar þeir fögnuðu því að …
Norður-Kór­eu­menn í skrúðgöngu árið 2021 þegar þeir fögnuðu því að 73 voru liðin frá stofn­un rík­is­ins. AFP/​Kim Won Jin

Rúss­ar og Norður-Kór­eu­menn hafa verið sam­herj­ar allt frá stofn­un Norður-Kór­eu að lok­inni síðari heims­styrj­öld­inni. Sam­band þeirra hef­ur jafn­vel orðið nán­ara eft­ir að Rúss­ar réðust inn í Úkraínu árið 2022, sem leiddi til þess að Pútín ein­angraðist alþjóðlega.

Banda­ríkja­menn og sam­herj­ar þeirra hafa sakað Norður-Kór­eu um að út­vega Rúss­um vopn, þar á meðal lang­dræg­ar eld­flaug­ar til að nota í Úkraínu.

Norður-Kór­eu­menn hafa aft­ur á móti neitað því að hafa út­vegað Rúss­um vopn en áður en Pútín lagði af stað þangað þakkaði hann rík­is­stjórn Kims Jong-un, leiðtoga Norður-Kór­eu, fyr­ir aðstoð í stríðinu.

Kim Jong-un og Pútín takast í hendur í Rússlandi á …
Kim Jong-un og Pútín tak­ast í hend­ur í Rússlandi á síðasta ári. AFP/​Vla­dimir Smirnov

„Við kunn­um mjög svo að meta að Norður-Kórea styður dyggi­lega sér­stak­ar hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu,” skrifaði Pútín í grein sem var birt í norðurkór­esk­um rík­is­fjöl­miðli.

Hann bætti við að Rúss­ar og Norður-Kórea væru „núna að þróa áfram margþætt sam­starf” og að heim­sókn hans myndi færa sam­starf ríkj­anna á „hærra stig”.

Bæði rík­in hafa verið beitt refsiaðgerðum af hálfu Sam­einuðu þjóðanna, eða Norður-Kórea frá ár­inu 2006 vegna þró­un­ar kjarn­orku- og lang­drægra eld­flauga og Rúss­ar vegna stríðsins í Úkraínu.

Pútín hrósaði Norður-Kór­eu fyr­ir að „verja hags­muni sína á afar ár­ang­urs­rík­an hátt þrátt fyr­ir efna­hags­leg­an þrýst­ing Banda­ríkj­anna, ögr­an­ir, kúg­an­ir og hernaðarleg­ar hót­an­ir sem hafa varað í ára­tugi”.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert