Hisbollah hótar ESB-ríki

Hassan Nasrallah í sjónvarpsávarpi sínu í dag.
Hassan Nasrallah í sjónvarpsávarpi sínu í dag. AFP

Leiðtogi Hisbollah-samtakanna í Líbanon segir að Kýpur verði hluti af stríðinu fari svo að stríð brjótist út milli Hisbollah og Ísrael.

Hassan Nasrallah hótaði Kýpur í sjónvarpsávarpi í dag. Aðstoði Kýpur Ísrael með því að leyfa þeim að hafa not af flugvöllum, eða útvegi aðra aðstöðu, þá verði Kýpur einnig skotmark. 

Nýlega hafa yfirvöld í Ísrael gefið í skyn að ófriðurinn milli Hisbollah og Ísrael geti hæglega orðið að viðamiklu stríði. Lengi hefur verið grunnt á því góða milli Líbanon og Ísrael og síðar Hisbollah og Ísrael. Átök milli Hisbollah og Ísrael hafa aukist smám saman frá árásunum á Ísrael þann 7. október. 

Kýpur hefur tekið þátt í heræfingum með Ísraelsmönnum frá árinu 2014 en hingað til hefur Hisbollah ekki hótað Kýpverjum en eyjan er um 200 kílómetra frá Líbanon. 

Kýpur gekk í Evrópusambandið í stóru stækkuninni árið 2004 þegar tíu ríki gengu í ESB. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert