Pútín og Kim Jong Un skrifa undir varnarsamning

00:00
00:00

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti hef­ur skrifað und­ir gagn­kvæm­an varn­ar­samn­ing við Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kór­eu, en sá síðar­nefndi bauð um leið full­an stuðning sinn við inn­rás Rússa í Úkraínu.

Skrifað var und­ir samn­ing­inn á fundi leiðtog­anna í norðurkór­esku höfuðborg­inni Pjongj­ang í dag, en þangað er Pútín kom­inn í fyrstu heim­sókn sína í 24 ár.

Vladimír Pútín og Kim Jong Un takast í hendur í …
Vla­dimír Pútín og Kim Jong Un tak­ast í hend­ur í dag. AFP

Lengi átt í banda­lagi

„Þetta er raun­veru­lega tíma­móta­skjal,“ sagði Pútín á blaðamanna­fundi að lok­inni und­ir­rit­un­inni og bætti við að í því væri meðal ann­ars kveðið á um gagn­kvæma aðstoð, verði annað ríkj­anna fyr­ir árás.

Rík­in tvö hafa átt í banda­lagi frá því Norður-Kórea var stofnuð eft­ir heims­styrj­öld­ina síðari. Tengsl­in hafa styrkst enn meir í kjöl­far inn­rás­ar­inn­ar í Úkraínu, sem hef­ur ein­angrað Pútín og Rúss­land á alþjóðavett­vangi. 

Banda­rík­in og banda­menn þeirra hafa sakað Norður-Kór­eu um að út­vega Rússlandi skot­færi og eld­flaug­ar til nota í stríðinu í Úkraínu. Sam­komu­lagið nýja þykir ekki draga úr áhyggj­um þess efn­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert