Pútín og Kim undirrita samkomulag

Leiðtogarnir takast í hendur við komu Pútíns til Norður-Kóreu í …
Leiðtogarnir takast í hendur við komu Pútíns til Norður-Kóreu í nótt. AFP/Gavriil Grigorov

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti er kom­inn til Norður-Kór­eu til fund­ar við Kim Jong-un leiðtoga lands­ins í Pyongyang þar sem rætt verður hvernig Norður-Kór­eu­menn geti stutt Rússa í stríðinu í Úkraínu og hafa leiðtog­arn­ir þegar und­ir­ritað sam­komu­lag um sam­starf ríkj­anna í þess­um efn­um.

Þurfa Rúss­ar sár­lega á vopna­búnaði að halda nú, er stríðsrekst­ur­inn er kom­inn vel á þriðja ár, og gera grein­ing­araðilar vest­an­hafs fast­lega ráð fyr­ir því að samn­ing­ar kom­ist á með Rússlandi og Norður-Kór­eu sem telja sig eiga sam­eig­in­lega fjand­menn í Vest­ur­lönd­um.

Ræddu þróun ríkja­sam­bands

Var for­set­inn boðinn vel­kom­inn með rauðum dregli, tákn­ræn­um byssu­skot­um her­fylk­inga og mikl­um fagnaðar­lát­um en norðurkór­eska rík­is­frétta­stof­an KCNA sagði í frétt­um sín­um að vel hefði farið á með leiðtog­un­um við komu Pútíns. Hefðu þeir Kim „deilt sín­um innstu hugs­un­um og rætt þróun sam­bands [Norður-Kór­eu og Rúss­lands] í sam­ræmi við þeirra eig­in vilja og vilja þjóðanna tveggja“.

BBC

CNN

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert