Liðlega þúsund pílagrímar látið lífið

Í heildina hafa um tíu lönd tilkynnt dauða 1.081 manns …
Í heildina hafa um tíu lönd tilkynnt dauða 1.081 manns í tengslum við pílagrímsförina og hitabylgjuna. AFP/Fadel Senna

Liðlega þúsund pílagrímsfarar hafa látið lífið í gífurlegri hitabylgju í Sádi-Arabíu.

Árleg hadsjí-pílagrímsför múslima stendur yfir á sama tíma og hitabylgjan gengur yfir borgina Mekka í Sádi-Arabíu. 

Hitastigið náð 51,8 gráðum

Hitastigið í borginni náði hámarki fyrr í vikunni eða 51,8 gráðum. Tímasetning pílagrímsfararinnar ákvarðast af tungltímatali íslams og milljónir múslima sækja borgina árlega til að bera moskuna Kaba augun og heilaga svarta steininn sem moskan geymir og múslimar telja að hafi verið gjöf frá Guði til fyrsta mannsins Adams. 

1.081 látinn í heildina

Í heildina hafa um tíu lönd tilkynnt dauða 1.081 manns í tengslum við pílagrímsförina og hitabylgjuna. 

Nýjustu tölur koma frá Egyptalandi sem sögðu fyrr í dag að 58 átta hefðu til viðbótar látið lífið, en þegar hafa 658 Egyptar látið lífið í pílagrímsförinni samkvæmt tölum frá fulltrúa Sádi-Arabíu. 

Heildartala látinna kemur frá samsafni tilkynninga frá utanríkisstofnunum tilheyrandi landa.

630 þeirra 658 Egypta sem létu lífið voru óskráðir ferðamenn, en ár hvert eru tugþúsundir sem geta ekki borið kostnaðinn að heimsækja borgina með löglegum hætti og leita ólöglegra leiða til að leggja í pílagrímsförina. 

Pílagrímsför sem telur til fimm stoða íslams og múslimum er gert að leggja í hið minnsta einu sinni á ævinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert