Sjö drepnir í skipulagðri aftöku

Fórnarlömbin voru skotin af stuttu færi.
Fórnarlömbin voru skotin af stuttu færi. Ljósmynd/Colourbox

Sjö voru teknir af lífi á markaðstorgi í bænum Vicosa do Ceara, í norðaustanverðri Brasilíu í gær. 

Að sögn sjónvarvotta voru fórnarlömbin stödd á bar þegar hópur vígamanna réðst skyndilega að þeim. Var þeim svo stillt upp á torgi í bænum, bundið fyrir augu þeirra og hendur bundnar og þau síðan skotin af stuttu færi. 

Haft er eftir Elmano de Freitas, ríkisstjóra Ceara fylkis í Brasilíu, að ofbeldisástandið sem nú ríki á svæðinu sé algerlega ólíðandi.

Svæðið þar sem aftakan átti sér stað er með þeim fátækari í Brasilíu og glæpatíðnin þar verulega há. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert