Aðildarviðræður hefjast í næstu viku

Selenskí Úkraínuforseti.
Selenskí Úkraínuforseti. AFP/Dimitar Dilkoff

Evrópusambandið hefur formlega samþykkt að hefja aðildarviðræður um inngöngu Úkraínu og Moldóvu í sambandið í næstu viku.

Um er að ræða tímamótaviðburð fyrir báðar þjóðirnar en í desember samþykkti leiðtogaráð Evr­ópu­sam­bands­ins að bjóða þeim að hefja viðræður um aðild að ESB. 

Ráðherrar ESB munu fyrst hefja aðildarviðræður við Úkraínu og síðan Molvóvu í Lúxemborg næstkomandi þriðjudag, að sögn embættismanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert