Armenía viðurkennir sjálfstæði Palestínu

Armenía viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki og mótmælir ofbeldi.
Armenía viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki og mótmælir ofbeldi. AFP/Michael M. Santiago

Armenía tilkynnti í dag að stjórnvöld landsins hafi viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Þau segja að ákvörðunin hafi verið tekin til þess að mótmæla ofbeldi gegn óbreyttum borgurum.

„Með því að staðfesta skuldbindingu sína við alþjóðalög, jafnrétti þjóða, fullveldi og friðsamlega sambúð, viðurkennir lýðveldið Armenía ríki Palestínu,“ segir í yfirlýsingu Armeníu.

Gagnrýndu Hamas og Ísrael

Stjórnvöld í höfuðborginni Jerevan, sem hafa verið í átökum við nágrannaríkið Aserbaídsjan í áratugi, gagnrýna hernaðaraðgerðir Ísraels í Gasa.

„Armenía fordæmir notkun borgaralegra innviða sem skildi í vopnuðum átökum og ofbeldi gegn óbreyttum borgurum.“

Einnig eru Hamas gagnrýnd fyrir gíslingu óbreyttra borgara og tekið er undir kröfur alþjóðasamfélagsins um að leysa þá úr haldi. 

Hussein Al-Sheikh, háttsettur embættismaður frá Palestínu, fagnaði ákvörðuninni og sagði hana vera sigur fyrir réttlæti og baráttu Palestínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert