Grísk stjórnvöld rýma þorp vegna skógarelda

Slökkviliðsmaður berst við gróðureld í Grikklandi á miðvikudag.
Slökkviliðsmaður berst við gróðureld í Grikklandi á miðvikudag. AFP

Grísk stjórnvöld hafa skipað rýmingu þorpa suðvestan við Aþenu vegna mikillar útbreiðslu gróðurelda sem hafa geisað síðustu þrjá daga.

Tugir slökkviliðsmanna, tólf ökutæki, sex flugvélar og tvær þyrlur hafa barist við fjóra gróðurelda í það minnsta í dag á 150 til 250 ferkílómetra svæði sem kviknaði í vegna hvassviðris.

„Aðstæðurnar eru virkilega krefjandi,“ segir Vassilis Vathrakogiannis fulltrúi slökkviliðsins.

Að hans sögn hafa geisað allt að 45 gróðureldar í landinu vegna veðurs síðustu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert