Hótel í Frakklandi fara í mál við Airbnb

Hótel í Frakklandi fara í mál við Airbnb fyrir að …
Hótel í Frakklandi fara í mál við Airbnb fyrir að greiða ekki ferðamannaskatt. AFP/Miguel Medina

Rúmlega tuttugu frönsk hótel hafa höfðað mál gegn skammtímaleiguvettvangi Airbnb fyrir óréttmæta viðskiptahætti. Hótelin fara fram á tæpar tíu milljónir dollara í skaðabætur, eða um einn og hálfan milljarð íslenskra króna. 

Málið var höfðað bæði af einstaka hótelum sem og hótelkeðjum, en allir eru málshöfðendur sammála um að Airbnb innheimti ekki eða greiði ferðamannaskatta auk þess sem þau saka Airbnb um að halda úti auglýsingum sem ekki eru í samræmi við reglur um útleigu heimila.  

„Við vitum að margir leigja íbúðirnar sínar út án heimildar,“ sagði Jonathan Bellaiche, lögfræðingur málshöfðenda.

Íbúðum í langtímaleigu fækkar 

Skammtímaleigur á borð við Airbnb hafa valdið áhyggjum í mörgum borgum fyrir að sækja til sín viðskiptavini sem ella myndu fara á hótel. Auk þess fækkar íbúðum í langtímaleigu fyrir íbúa borganna. Hefur þetta tvennt orðið til þess að í mörgum löndum hafa verið settar reglur um skammtímaleigu íbúða. 

Airbnb heldur því þó fram að það fylgi öllum reglum og hafi greitt 187 milljónir evra, eða tæplega 29 milljarða íslenskra króna, í ferðamannaskatt til borga á síðasta ári. 

„Ef þessi lögsókn hindrar virkni Airbnb eða getu franskra gestgjafa okkar til að leigja eign sína þá munum við skoða alla möguleika. Þar á meðal að grípa til lögsóknar til að verja réttindi okkar,“ segir í yfirlýsingu frá Airbnb. 

„Ef þessi nýja lagaaðgerð hindrar virkni Airbnb eða getu franskra gestgjafa okkar til að leigja eign sína munum við íhuga alla möguleika, þar á meðal að grípa til lagalegra aðgerða, til að vernda réttindi okkar,“ sagði í yfirlýsingu frá Airbnb.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert