Katar leiðir Ísrael og Hamas að samkomulagi

Mohammed bin Abdulrahman Al-Thani, forsætisráðherra Katar.
Mohammed bin Abdulrahman Al-Thani, forsætisráðherra Katar. AFP

Stjórnvöld í Katar segjast halda áfram að leita leiða til að brúa bilið á milli Ísraels og Hamas svo hægt sé að koma á vopnahléi og frelsa gísla sem eru í haldi Hamas-samtakanna.

„Við höfum átt nokkra fundi með leiðtogum Hamas-samtakanna til að reyna að brúa bilið á milli þessara tveggja aðila til að koma á vopnahléi og frelsun gísla sem eru í haldi í Gasa,“ sagði Mohammed bin Abdulrahman Al-Thani, forsætisráðherra Katar, í dag. 

„Viðræður hafa staðið yfir en við höfum enn þá ekki komist að samkomulagi sem er í líkindum við það sem var rætt í upphafi. En um leið og það er í höfn munum við ræða við stjórnvöld í Ísrael til að brúa bilið og komast að endanlegu samkomulagi sem fyrst,“ sagði forsætisráðherrann.

Að sögn forsætisráðherrans byggja viðræðurnar á tillögum Ísraelsmanna sem Joe Biden greindi frá í lok maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert