Segir yfirvöld ekki hafa brugðist pílagrímum

Yfirvöld telja að um 400.000 manns hafi heimsótt borgina með …
Yfirvöld telja að um 400.000 manns hafi heimsótt borgina með ólöglegum hætti. AFP/Abdel Ghani

Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafna því að þau hafi brugðist pílagrímsförum sem létu lífið sökum gífurlegrar hitabylgju sem gengur yfir landið. 

Rúmlega 1.100 manns hafa látið lífið hingað til á leið sinni til Mekka til að bera moskuna Kaba augum og heilaga svarta steininn sem hún geymir. 

Segir suma sýna af sér dómgreindarleysi

„Yfirvöld brugðust ekki, heldur voru sumir sem sýndu af sér dómgreindarleysi og lögðu ekki rétt mat á meðfylgjandi hættur,“ sagði talsmaður yfirvalda í Sádi-Arabíu.

Samkvæmt talningu yfirvalda hafa 1,8 milljónir pílagríma sótt Kaba hingað til. 

Margir geta ekki borið kostnað ferðarinnar og þurfa að leita ólöglegra leiða til að heimsækja borgina. Yfirvöld telja að um 400.000 manns hafi heimsótt borgina með ólöglegum hætti. 

„Nær allir frá einu landi,“ bætti talsmaður yfirvalda við og virtist vísa til Egyptalands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert