Skotárás í Arkansas: Tveir látnir og átta særðir

Lögreglan skaut árásarmanninn og er hann sagður lífshættulega slasaður.
Lögreglan skaut árásarmanninn og er hann sagður lífshættulega slasaður. AFP/Andrew Harnik

Tveir létust og átta særðust í skotárás sem framin var í matvöruversluninni Mad Butcher í Fordyce, suðurhluta Arkansas í Bandaríkjunum, fyrr í dag.

Lögreglan í Arkansas skaut árásarmanninn og er hann sagður alvarlega særður. Þá var lögreglumaður einn þeirra sem urðu fyrir skoti en hann er ekki talinn lífshættulega særður.

AP-fréttaveitan greinir frá.

Minnst ein sjúkraþyrla á vettvangi 

Í myndskeiði sem birt var á samfélagsmiðlum af atburðinum má sjá að minnsta kosti einn mann liggja á bílastæði fyrir utan verslunina og í öðru myndskeiði má heyra marga skothvelli. 

Talsverður fjöldi viðbragðsaðila er á svæðinu auk þess sem upptökur frá sjónvarpsfréttamönnum sýna minnst eina sjúkraþyrlu lenda í nágrenninu. 

Þakkar skjótt og hetjulegt viðbragð 

Sarah Huckabee Sanders, ríkisstjóri í Arkansas, hefur verið tilkynnt um árásina og þakkar hún lögreglu og öðrum viðbragðsaðilum fyrir skjótt og hetjulegt viðbragð til að bjarga mannslífum. 

„Ég bið fyrir fórnarlömbunum og öllum þeim sem verða fyrir áhrifum árásarinnar,“ skrifaði Sanders á miðilinn X. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert