Varar Suður-Kóreu við afleiðingum vopnasendinga

Pútín vara stjórnvöld í Suður-Kóreu að senda vopn til Úkraínu.
Pútín vara stjórnvöld í Suður-Kóreu að senda vopn til Úkraínu. AFP

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sagði Suður-Kóreu vera gera stór mistök með því að senda Úkraínu vopn og varar við afleiðingum þess. 

Í frétt BBC er haft eftir Pútín: „Stjórnvöld í Rússlandi munu taka ákvarðanir sem munu ólíklega þóknast núverandi forystu Suður-Kóreu.“

Í kjölfar ummæla Pútíns sendi forsetaskrifstofan í Suður-Kóreu frá sér tilkynningu þar sem fram kom að ýmsir möguleikar yrðu íhugaðir við að útvega Úkraínu vopn og að afstaða þeirra yrði háð því hvernig rússnesk stjórnvöld ætli að nálgast þetta mál. 

Hótar vopnasendingum

Í gær hótaði Pútín að hefja vopnasendingar til Norður-Kóreu í kjölfar gagnkvæms varnarsamnings sem hann undirritaði við Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu, fyrr í vikunni. 

„Þeir sem senda þessi skotvopn til Úkraínu, halda að þeir séu ekki að berjast gegn okkur. En eins og ég sagði í Pjongjang, þá áskiljum við okkur þann rétt til þess að útvega vopn til annarra heimshluta, með tilliti til samnings okkar við Norður-Kóreu. Ég útiloka það ekki," sagði Pútín í gær.  

Hótar vopnasendingum til Norður-Kóreu (mbl.is)

Pútín og Kim Jong Un skrifa undir varnarsamning (mbl.is)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert