Innleiða dauðarefsingu fyrir að styðja Taívan

Fólk sem styður sjálfstæði Taívans getur átt yfir höfði sér …
Fólk sem styður sjálfstæði Taívans getur átt yfir höfði sér dauðarefsingu í Kína. AFP

Kín­versk stjórn­völd hafa form­lega gefið út að all­ir þeir sem öt­ult styðja sjálf­stæði Taívans geta átt yfir höfði sér dauðarefs­ingu. Um er að ræða fyrsta skipti sem kín­versk stjórn­völd op­in­ber­lega skil­greina stuðning við sjálf­stæði Taívans frá stjórn­völd­um í Pek­ing sem glæp.

Í áliti sem Alþýðudóm­stóll­inn, sak­sókn­ara­embætti alþýðunn­ar, al­manna­ör­ygg­is­ráðuneytið, rík­is­ör­ygg­is­ráðuneytið og dóms­málaráðuneytið sendu frá sér síðastliðinn föstu­dag voru gefn­ar út leiðbein­ing­ar um hvernig eigi í sam­ræmi við lög að refsa hörðum stuðnings­mönn­um sjálf­stæðis Taívans fyr­ir að „kljúfa landið og hvetja til aðskilnaðar“.

„Það er aðeins eitt Kína í heim­in­um og Taív­an er óaðskilj­an­leg­ur hluti af yf­ir­ráðasvæði Kína. Mjög lít­ill fjöldi sem styður „sjálf­stæði Taívans“ hef­ur stundað aðskilnaðaraðgerðir, sem stofna al­var­lega friði og stöðug­leika á Taív­an-sundi í hættu og skaða al­var­lega sam­eig­in­lega hags­muni samlanda beggja vegna sunds­ins og grund­vall­ar­hags­muni kín­versku þjóðar­inn­ar,“ seg­ir í álit­inu.

Lífstíðardóm­ur og dauðarefs­ing

Skil­grein­ing­arn­ar á því sem má flokka sem brot gegn ákvæði laga eru mjög víðar og telst meðal ann­ars glæp­ur að hvetja til sjálf­stæðis Taívans með því að vinna að því að Taív­an fái aðild að alþjóðasam­tök­um. Jafn­framt er tal­inn glæp­ur að hvetja til þess að alþjóðasam­fé­lagið samþykki að til verði tvö ríki sem megi kalla Kína eða eitt ríki und­ir heit­inu Kína og annað und­ir merkj­um Taívans.

Þá sé einnig óheim­ilt að eiga aðild að eða taka þátt i stofn­un sam­taka sem styðja sjálf­stæði Taívans, auk þess sem talið er glæp­ur að styðja þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðskilnað Taívans frá Kína.

Þeir sem brjóta gegn þeim ákvæðum sem lýst er í áliti kín­verskra stjórn­valda „skulu dæmd­ir í lífstíðarfang­elsi eða fang­elsi í tíu ár og lengra fyr­ir höfuðpaur­ana eða þá sem fremja al­var­lega glæpi. Þeir sem valda rík­inu og þjóðinni sér­stak­lega al­var­leg­um skaða og brot­in sví­v­irðileg geta verið dæmd­ir til dauða.“

Þeir sem eiga aðild að aðgerðum sem styðja sjálf­stæði Taívans geta þó átt yfir höfði sér fang­elsi í að minnsta kosti þrjú ár en ekki leng­ur en tíu ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert