Hafna samkomulagi fjölskyldunnar á bak við OxyContin

Samkomulagið hefði skýlt Sackler fjölskyldunni undan persónulegri ábyrgð vegna ópíóíðafaraldursins.
Samkomulagið hefði skýlt Sackler fjölskyldunni undan persónulegri ábyrgð vegna ópíóíðafaraldursins. AFP

Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna hef­ur hafnað sátt­ar­sam­komu­lagi fyr­ir­tæk­is­ins Pur­due Pharma upp á 6 millj­arða banda­ríkja­dala, eða tæpa 139 millj­arða ís­lenskra króna.

Niðurstaðan hef­ur þá þýðingu að fyr­ir­tæk­inu er meinað í halda áfram með gjaldþrota­ferli í bili og verður málið tekið upp að nýju í des­em­ber.

Greiddu sér millj­arða dala rétt fyr­ir gjaldþrotið

Var ætl­un­in að fjár­hæðin yrði greidd í „end­ur­skipu­lagn­ing­ar­sjóð Pur­due“ sem myndi m.a. ganga til fórn­ar­lamba far­ald­urs­ins og  til for­varn­ar­starf­semi gegn ópíóíðafíkn í Banda­ríkj­un­um.

Sam­komu­lagið átti að fela það í sér að Sackler-fjöl­skyld­an, sem átti Pur­due Pharma þar til ný­lega, bæri ekki per­sónu­lega ábyrgð í tengsl­um við máls­sókn­ir vegna ópíóíðafar­ald­urs­ins. Sackler fjöl­skyld­an greiddi sér millj­arða banda­ríkja­dala úr fyr­ir­tæk­inu áður en þau lýstu yfir gjaldþroti.

Hafa viður­kennt vill­andi markaðssetn­ingu

Lyfja­fyr­ir­tækið er sagt hafa kynt und­ir ópíóíðafar­aldr­in­um í Banda­ríkj­un­um með fram­leiðslu og markaðssetn­ingu á ópíóíðaverkjalyfj­um á borð við OxyCont­in og hef­ur geng­ist við því að hafa staðið fyr­ir vill­andi markaðssetn­ingu.  

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað sáttarsamkomulagi fyrirtækisins Purdue Pharma.
Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna hef­ur hafnað sátt­ar­sam­komu­lagi fyr­ir­tæk­is­ins Pur­due Pharma. AFP/​Jim Wat­son

Úrsk­urður hæsta­rétt­ar féll með at­kvæðum fimm dóm­ara af níu en fjór­ir voru and­víg­ir niður­stöðunni. Var meiri­hlut­inn sam­mála um að Sackler-fjöl­skyld­an hefði hagn­ast um tugi millj­arða banda­ríkja­dala á sölu ávana­bind­andi ópíóíða, og ættu því ekki að njóta friðhelgi gegn einka­mál­um í tengsl­um við hlut­verk þeirra í ópíóíðafar­aldr­in­um. Sagði í úr­sk­urði dóm­stóls­ins að gjaldþrota­regl­ur heim­ili ekki slíkt ákvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert