Minnst átján létust í sjálfsmorðsárásum

Árásirnar voru framdar í bænum Gwoza.
Árásirnar voru framdar í bænum Gwoza. AFP/Stefan Heunis

Minnst átján manns létu lífið í sjálfsmorðsárásum í norðausturhluta Nígeríu í gær. Nítján manns slösuðust einnig alvarlega. 

Árásirnar beindust að brúðkaupi, sjúkrahúsi og jarðarför. Hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa á síðustu árum framið fjölda árása á svæðinu.

Var með barn fast við bak sitt

Í árásinni sem var framin í brúpkaupi sprengdi kona með barn fast við bak sitt sprengiefni í miðri athöfn. Þá voru það einnig konur sem réðust inn á sjúkrahús með sprengiefni. Þriðja árásin var framin í jarðarför fórnarlamba brúðkaupssprengingarinnar.

Karlar, konur og börn létust í árásunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert