Skotárás í brúðkaupi í Frakklandi

Lögregla hefur verið á vettvangi árásarinnar í dag.
Lögregla hefur verið á vettvangi árásarinnar í dag. AFP/Jean Christophe Verhaegen

Einn lést og fimm slösuðust í norðausturhluta Frakklands í nótt þegar nokkrir grímuklæddir menn hleyptu af skotum í brúðkaupsveislu. Einn hinna slösuðu er í lífshættu.

Samkvæmt heimildum fréttastofu AFP var árásin framin í borginni Thionville og er hún sögð tengjast uppgjöri milli eiturlyfjagengja.

Lögregla að störfum á vettvangi.
Lögregla að störfum á vettvangi. AFP/Jean Christophe Verhaegen

Um hundrað manns voru í veislunni. Lögreglan telur ekki að brúðkaupið hafi verið skotmark árásarmannanna, heldur hafi það verið fólk sem var í veislunni.

Árásarmennirnir höfðu flúið vettvang þegar lögreglu bar að garði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert