Fyrsti kvenkyns fjármálaráðherra Bretlands

Rachel Reeves er fyrsta konan til að gegna embættinu.
Rachel Reeves er fyrsta konan til að gegna embættinu. Paul ELLIS / AFP

Rachel Reeves hef­ur verið skipuð fjár­málaráðherra Bret­lands. Reeves er fyrsta kon­an til að gegna embætt­inu frá stofn­un þess fyr­ir 800 árum.

„Það er heiður lífs míns að vera skipuð í embætti fjár­málaráðherra,“ skrifaði Reeves á Twitter-reikn­ing sinn.

„Því fylg­ir sögu­leg ábyrgð að vera fyrsta kon­an til að gegna embætt­inu.“ 

„Til hverr­ar ungr­ar stúlku og konu sem les þessi orð mín, lát­um dag­inn í dag kenna okk­ur að metnaður á sér eng­ar tak­mark­an­ir,“ skrifaði Reeves

Reeves er úr suður­hluta London og starfaði sem hag­fræðing­ur þar til hún var kjör­in þingmaður árið 2010. 

Yngri syst­ir henn­ar Ellie Reeves hef­ur einnig setið sem þingmaður Verka­manna­flokks­ins síðan 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert