Framfarir „aðalverkefni“ nýrrar stjórnar

Starmer á blaðamannafundinum í dag.
Starmer á blaðamannafundinum í dag. AFP

Keir Star­mer, ný­kjör­inn for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, sagðist vera „æst­ur í breyt­ing­ar“ á blaðamanna­fundi sem hann hélt eft­ir að rík­is­stjórn hans fundaði í fyrsta sinn í morg­un. Hann hét því að fram­far­ir yrðu „aðal­verk­efni“ stjórn­ar Verka­manna­flokks­ins.

Meðal þess sem kom fram á blaðamanna­fund­in­um var staðfest­ing á lof­orði Star­mer um að af­nema lög sem voru samþykkt í stjórn­artíð Ris­hi Sunak um að senda flótta­menn til Rú­anda. 

„Rú­anda–áætl­un­in var dauð og graf­in áður en hún byrjaði... Ég er ekki til­bú­inn í að halda áfram slík­um brell­um sem hafa ekki fæl­ing­ar­mátt,“ sagði Star­mer. 

Mik­il vinna framund­an 

Star­mer sagði við rík­is­stjórn sína að það væri „mesti heiður og for­rétt­indi lífs síns“ að fá umboð frá Breta­kon­ungi til að mynda rík­is­stjórn. 

„Það er mik­il vinna framund­an hjá okk­ur, svo nú skul­um við byrja að vinna,“ sagði hann og upp­skar lófa­klapp ráðherr­anna. 

Star­mer eyddi fyrstu klukku­stund­um sín­um í Down­ingstræti í gær að skipa ráðherra rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Ríkisstjórnin kom saman í Downingstræti í dag.
Rík­is­stjórn­in kom sam­an í Down­ingstræti í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert