Hver sitja í ríkisstjórn Starmers?

Ríkisstjórn Keir Starmer.
Ríkisstjórn Keir Starmer. AFP

Keir Star­mer, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, fund­ar nú í fyrsta sinn með rík­is­stjórn sinni í kjöl­far stór­sig­urs Verka­manna­flokks­ins í þing­kosn­ing­un­um. Eft­ir fund­inn, klukk­an 13 að bresk­um tíma, mun Star­mer halda blaðamanna­fund.

Kosn­ing­arn­ar og niður­stöður henn­ar þóttu sögu­leg­ur sig­ur fyr­ir Verka­manna­flokk­inn, sem hrepptu 412 þing­sæt­i af af 650 með sigr­in­um. Þess má þó geta að flokk­ur­inn jók aðeins at­kvæði sín um 2%. 

Voru kosn­ing­arn­ar á sama tíma þær verstu í manna minn­um fyr­ir Íhalds­flokk­inn, sem hef­ur verið við völd s.l. 14 ár.

Star­mer mun seint ger­ast fræg­ur fyr­ir per­sónutöfra sína að mati margra og er hann sömu­leiðis tal­inn gjarn á að skipta um skoðanir eft­ir hent­ug­leika.

Keir Starmer, forsætisráðherra.
Keir Star­mer, for­sæt­is­ráðherra. AFP

Star­mer mun þó ekki fara einn með völd­in. Alls eru 22 ráðherr­ar að Star­mer meðtöld­um, þar á meðal eru ell­efu kon­ur. Þá eru þrír ein­stak­ling­ar í for­ystu­stöðum inn­an flokks­ins.

Ang­ela Rayner - Vara­for­sæt­is­ráðherra 

Rayner hef­ur verið skipuð vara­for­sæt­is­ráðherra en fer einnig með mála­flokk þró­un­ar hús­næðis– og sam­fé­lags­mála.

Hún er fædd og upp­al­in í ein­um fá­tæk­asta fé­lags­í­búðakjarna Bret­lands, nærri Manchester–borg.

Hún eignaðist sitt fyrsta barn 16 ára göm­ul og hætti þá í námi. Hún snéri þó aft­ur á skóla­bekk síðar og starfaði fyr­ir verka­lýðshreyf­ing­una Un­i­son þar til hún varð þingmaður árið 2015.

Rayner átti und­ir högg að sækja í kosn­inga­bar­átt­unni þar sem fyrr­um vara­formaður Íhalds­flokks­ins, Michael Ashcroft, sakaði hana um að hafa komið sér und­an því að greiða skatt af sölu heim­il­is síns. Skatt­ur­inn og lög­regl­an í Manchester hafa í kjöl­farið staðfest að ásak­an­irn­ar eigi sér ekki stoð í raun­veru­leik­an­um. 

Angela Rayner, varaforsætisráðherra.
Ang­ela Rayner, vara­for­sæt­is­ráðherra. AFP

Rachel Reeves - Fjár­málaráðherra

Reeves er fyrsta kon­an til að gegna embætti fjár­málaráðherra í Bretlandi. Hún gegndi sama hlut­verki í skuggaráðuneyti (e. shadow ca­binet) Star­mers frá 2021.

Reeves hef­ur heitið því að halda sig við nú­ver­andi fjár­mála­áætl­un lands­ins og hef­ur unnið stór­an hluta Lund­únar­borg­ar á sitt band. Þá hef­ur hún fengið ýmsa leiðtoga úr at­vinnu­líf­inu til þess að lýsa yfir stuðningi við efna­hags­stefnu Verka­manna­flokks­ins. 

Hún starfaði sem hag­fræðing­ur þar til hún komst á þing árið 2010. Syst­ir henn­ar, Ellie Reeves, er einnig þingmaður flokks­ins. 

Rachel Reeves, fjármálaráðherra.
Rachel Reeves, fjár­málaráðherra. AFP

Dav­id Lammy - Ut­an­rík­is­ráðherra 

Lammy er son­ur inn­flytj­enda frá Gvæj­ana í Suður Am­er­íku. Hann er fyrsti svarti Bret­inn til að hljóta meist­ara­gráðu í lög­fræði við Har­vard há­skóla. 

Hann varð yngsti þingmaður Bret­lands­sög­un­ar árið 2000 þegar hann varð þingmaður Totten­ham, aðeins 27 ára að aldri. Hann starfaði síðar sem aðstoðarráðherra (e. juni­or mini­ster) í stjórn­artíð Tony Bla­ir og síðar Gor­don Brown.

Hann hef­ur lýst Don­ald Trump, fyrr­um Banda­ríkja­for­seta og fram­bjóðenda, sem verj­anda ný-nas­ista og siðleys­ingja. Hann hef­ur þó dregið í land með full­yrðing­arn­ar í aðdrag­anda kosn­ing­anna vest­an­hafs og sagst muna finna sam­eig­in­leg­an flöt með Trump verði hann for­seti á ný.  

David Lammy, utanríkisráðherra.
Dav­id Lammy, ut­an­rík­is­ráðherra. AFP

Yvette Cooper - Inn­an­rík­is­ráðherra

Cooper var fyrst kjör­in þingmaður árið 1997. Hún er eng­in græn­ingi þegar kem­ur að rík­is­stjórn­ar­starfi og hef­ur gengt embætti vinnu­mála- og líf­eyr­is­málaráðherra og varð síðar fyrsta kon­an til að gegna embætti aðal­rit­ara rík­is­sjóðs.

Hún hef­ur verið „skuggi“ inn­an­rík­is­ráðherra í stjórn­ar­and­stöðunni frá ár­inu 2010.

Cooper starfaði áður sem blaðamaður. Hún var fyrsti ráðherr­ann í sögu Bret­lands til þess að fara í fæðing­ar­or­lof og var sömu­leiðis ann­ar helm­ing­ur fyrstu hjón­anna á þingi, en eig­inmaður henn­ar, Ed Balls, er fyrr­ver­andi mennta­málaráðherra.

Yvette Cooper, innanríkisráðherra.
Yvette Cooper, inn­an­rík­is­ráðherra. AFP

Pat McFadd­en - Kansl­ari her­toga­dæm­is Lanca­ster

Her­toga­dæmið Lanca­ster er einka­eign breska kon­ungs­ins. Meg­in­til­gang­ur her­toga­veld­is­ins er að sjá kon­ung­in­um fyr­ir sjálf­stæðum tekj­um.

McFadd­en er í raun ráðherra án ráðuneyt­is sem muni veita Star­mer ráðgjöf í ýms­um mál­um.

Hann er fyrr­um ráðgjafi Tony Bla­ir og gegndi embætti viðskiptaráðherra í rík­is­stjórn Gor­don Brown.

McFadd­en er sagður valda­mesti stjórn­mála­maður Verka­manna­flokks­ins og sá sem fæst­ir þekkja til. 

Hann er sagður vera einn helsti hug­mynda­smiður kosn­inga­bar­áttu flokks­ins í ár. 

Pat McFadden, kanslari hertogadæmis Lancaster.
Pat McFadd­en, kansl­ari her­toga­dæm­is Lanca­ster. AFP

Shabana Mahmood - Dóms­málaráðherra

Mahmood er lög­fræðing­ur að mennt og starfaði sem lögmaður. Hún er önn­ur kon­an til að gegna embætti dóms­málaráðherra, á eft­ir Liz Truss.

Mahmood starfaði sem kosn­inga­stjóri Verka­manna­flokks­ins í kjör­dæmi Batley og Spen árið 2021, en marg­ir segja hana hafa bjargað for­mennsku Star­mer eft­ir ósig­ur hans í Hartlepool-kjör­dæmi skömmu áður.

Hún kveðst sjálf vera fyrsti kven­kyns múslim­inn til að vera kjör­inn á þing árið 2010, þrátt fyr­ir að tvær aðrar múslimsk­ar kon­ur væru kjörn­ar á þing sama ár.

Shabana Mahmood, dómsmálaráðherra.
Shabana Mahmood, dóms­málaráðherra. AFP

John Hea­ly - Varn­ar­málaráðherra

John Healy, varnarmálaráðherra.
John Hea­ly, varn­ar­málaráðherra. Ljós­mynd/​Wikipedia.org

Healey var fyrst kjör­inn á þing árið 1997 og starfaði bæði und­ir Tony Bla­ir og Gor­don Brown, sem og í stjórn­ar­and­stöðu Ed Mili­band og Jeremy Cor­byn.

Hann hef­ur talað fyr­ir auknu fjár­magni til varn­ar­mála og gangrýnt fækk­un í breska hern­um harðlega.

Hann hef­ur, ásamt Lammy, heitið mikl­um stuðningi við Úkraínu.

Wes Street­ing - Heil­brigðisráðherra

Street­ing hef­ur setið á þingi síðan 2015. Hann hef­ur látið um­deild um­mæli falla um heil­brigðis­kerfi Bret­lands. Meðal ann­ars að ef hann yrði ráðherra myndi hann ekki þykj­ast og segja að kerfið sé öf­undsvert á heimsvísu. 

Street­ing hef­ur sjálf­ur reynslu af heil­brigðis­kerf­inu, en hann greind­ist með og sigraðist á nýrnakrabba­meini árið 2021 aðeins 38 ára að aldri. 

Wes Streeting, heilbrigðisráðherra
Wes Street­ing, heil­brigðisráðherra AFP

Bridget Phillips­son - Mennta­málaráðherra

Bridget Phillipsson, menntamálaráðherra.
Bridget Phillips­son, mennta­málaráðherra. Ljós­mynd/​Wikipedia.org

Phillipp­son hef­ur lengi talað fyr­ir breyt­ing­um í mennta­mál­um þar sem börn fái ekki fyrsta flokks mennt­un í ann­ars flokks skól­um. Kveðst hún sjálf hafa al­ist upp við bág kjör og gengið í skóla sem var að niður­lot­um kom­inn.

Hún seg­ir frá­bæra kenn­ara hafa hvatt sig til að sækja nám við Oxford-há­skóla þar sem hún lærði nú­tíma­sögu. Hún gekk til liðs við Verka­manna­flokk­inn aðeins 15 ára göm­ul. 

Hún er sögð hluti af „topp-liði“ Star­mers.

Ed Mili­band - Orku­málaráðherra

Milli­band er þekkt­ast­ur sem fyrr­um leiðtogi Verka­manna­flokks­ins - eft­ir að hafa sigrað meðal ann­ars bróður sinn Dav­id Milli­band í leiðtoga­bar­átt­unni.

Milli­band gegn­ir embætti orku­málaráðherra sem er ekki ósvipað hlut­verki hans í síðustu rík­is­stjórn Verka­manna­flokks­ins þar sem hann gegndi embætti orku­mála- og lofts­lags­ráðherra.

Hann var öt­ull talsmaður grænna fjár­fest­inga á sín­um tíma. Milli­band hef­ur setið á þingi síðan 2005. 

Ed Miliband, orkumálaráðherra.
Ed Mili­band, orku­málaráðherra. AFP

Liz Kendall - Vinnu­markaðs- og líf­eyr­is­ráðherra

Kendall er al­mennt tal­in vera á hægri væng Verka­manna­flokks­ins. Hún vakti mikla at­hygli þegar hún bauð sig fram sem leiðtogi flokks­ins gegn Jeremy Cor­bin árið 2015. Kendall hlaut aðeins um 4,5% at­kvæða.

Mál­flutn­ing­ur henn­ar í leiðtoga­bar­átt­unni er aft­ur á móti sagður keim­lík­ur mála­flutn­ingi Star­mer í nýliðinni kosn­inga­bar­áttu, en Kendall talaði fyr­ir því að end­ur­heimta traust al­menn­ings í efna­hags­mál­um.

Hún er eini ráðherr­ann sem hef­ur eign­ast barn með aðstoð staðgöngumóður, svo vitað sé til.

Kendall hef­ur setið á þingi síðan 2010. 

Liz Kendall, vinnumarkaðs- og lífeyrisráðherra.
Liz Kendall, vinnu­markaðs- og líf­eyr­is­ráðherra. AFP

Jon­ath­an Reynolds - Viðskiptaráðherra

Reynolds er sjálfyf­ir­lýst­ur krist­inn sósí­alisti og hef­ur státað sig mikið af vináttu sinni við Reeves fjár­málaráðherra.

Hann hef­ur sagt hlut­verk stjórn­valda ekki ein­ung­is vera að bregðast við mörkuðum held­ur einnig að móta þá.

Hann hef­ur setið á þingi síðan 2010.

Jonathan Reynolds, viðskiptaráðherra.
Jon­ath­an Reynolds, viðskiptaráðherra. AFP

Kyle hef­ur sagt það vera sér mikið hjart­ans mál að opna fyr­ir já­kvæða þróun og tæki­færi tengd gervi­greind, þar sem að nýir og háþróaðir lækn­is­skann­ar hefðu getað bjargað lífi móður hans sem lést úr lungnakrabba­meini.

Kyle greind­ist með mikla les­blindu þegar hann var 25 ára gam­all og stundaði doktors­nám.

Hann hef­ur verið þingmaður síðan árið 2015. 

Peter Kyle, vísinda-, nýsköpunar-, og tækniráðherra.
Peter Kyle, vís­inda-, ný­sköp­un­ar-, og tækni­ráðherra. AFP

Louise Haigh - Sam­gönguráðherra

Louise Haigh, samgönguráðherra.
Louise Haigh, sam­gönguráðherra. AFP

Haigh var út­nefnd vinnu­sam­asti nýi ráðherr­ann árið 2016 í ljósi þess hve oft hún hélt ræður og lagði fram fyr­ir­spurn­ir í pontu á fyrsta ári sínu á þingi.

Hún var áður skuggaráðherra Norður–Írlands í stjórn­ar­and­stöðunni en færði sig yfir í sam­gönguráðuneytið árið 2021.

Haigh er fyrr­um trúnaðarmaður verka­lýðsfé­lags­ins Unite. Þá leiddi hún kosn­inga­her­ferð Lisu Nan­dy árið 2019 áður en kosið var um nýj­an formann flokks­ins. 

Steve Reed - Um­hverf­is­ráðherra

Mála­flokk­ur ráðuneyt­is Reed nær yfir um­hverfi, mat­væli og land­búnað.

Reed hef­ur lengi talað fyr­ir því að Verka­manna­flokk­ur­inn verði flokk­ur lands­byggðar­inn­ar og hef­ur verið talsmaður þess að rík­is­stjórn­in styðji bet­ur við bænd­ur í gegn­um græn­ar umbreyt­ing­ar.

Hann hef­ur verið þingmaður síðan árið 2012. 

Árið 2018 varð Reed fyrsti þingmaður Verka­manna­flokks­ins til að ná í gegn laga­frum­varpi síðan flokk­ur­inn hætti í rík­is­stjórn árið 2010. Frum­varpið miðaði að því að koma í veg fyr­ir nauðung og dauðsföll fólks með geðsjúk­dóma í lög­reglu­haldi.

Steve Reed, umhverfisráðherra.
Steve Reed, um­hverf­is­ráðherra. AFP

Lisa Nan­dy - Menn­ing­ar­ráðherra

Ráðuneyti Man­dy lít­ur að menn­ingu, fjöl­miðlun og íþrótt­um. 

Nan­dy bauð sig fram til leiðtoga Verka­manna­flokks­ins á móti Star­mer árið 2020 og lýsti einn þingmaður Íhalds­flokks­ins henni sem fersk­um blæ fyr­ir Verka­manna­flokk­inn.

Hún er einn stofn­enda sam­tak­ana Centre for Towns sem tal­ar fyr­ir jöfn­um tæki­fær­um til þró­un­ar og vald­dreif­ingu í Bretlandi. 

Lisa Nandy, menningarráðherra.
Lisa Nan­dy, menn­ing­ar­ráðherra. AFP

Benn hef­ur setið á þingi síðan 1999. 

Hann sat á þingi und­ir stjórn Gor­don Brown og Tony Bla­ir. 

Benn er son­ur fyrr­ver­andi ráðherra og vinstri-bar­áttu­manns­ins Tony Benn, sem sat í rík­is­stjórn Harold Wil­son og James Callag­h­an.

Hilary Benn, ráðherra Norður-Írlands.
Hilary Benn, ráðherra Norður-Írlands. AFP

Murray hef­ur setið á þingi síðan 2010 og starfaði áður sem viðburðastjórn­andi.

Hann er álit­inn til hægri í flokkn­um og hlaut stuðning bæði Tony Bla­ir og Gor­don Brown þegar hann sótt­ist eft­ir því að verða vara­formaður flokks­ins árið 2020. Hann bar þó ekki sig­ur úr být­um held­ur lenti í fjórða sæti. 

Murray hef­ur tvisvar verið eini ráðherr­ann með skoskt kjör­dæmi. 

Ian Murray, ráðherra Skotlands.
Ian Murray, ráðherra Skot­lands. AFP

Stevens er fyrr­um sak­sókn­ari og hef­ur setið á þingi síðan 2015. Hún hef­ur verið í Verka­manna­flokkn­um í meira en 30 ár.

Hún seg­ir áhuga­mál sín vera gott öl, góðar bæk­ur, list­ir, tónlist og íþrótt­ir. 

Jo Stevens, ráðherra Wales.
Jo Stevens, ráðherra Wales. Ljós­mynd/​Wikipedia.org

Lucy Powell - Leiðtogi neðri deild­ar­inn­ar

Embætt­inu má líkja við for­seta Alþing­is. Powell hef­ur verið þingmaður síðan árið 2012 þegar hún hlaut kjör í Manchester Central. 

Hún er fyrr­ver­andi her­ferðar­stjóri Britain in Europe stuðnings­hóps ESB og studdi fram­boð Ed Milli­band til leiðtoga flokks­ins árið 2010.

Lucy Powell, leiðtogi lávarðardeildarinnar.
Lucy Powell, leiðtogi lá­v­arðardeild­ar­inn­ar. AFP

Ang­ela Smith, barónessa Smith af Basildon,  Leiðtogi lá­v­arðadeild­ar­inn­ar

Hún var þingmaður fyr­ir hönd Basildon-kjör­dæm­is í rík­is­stjórn Verka­manna­flokks­ins á ár­un­um 1997 til 2010 und­ir stjórn Sir Tony Bla­ir og Gor­don Brown.

Angela Smith, Baroness Smith of Basildon - Leiðtogi lávarða.
Ang­ela Smith, Baroness Smith of Basildon - Leiðtogi lá­v­arða. Ljós­mynd/​Wikipedia.org

Alan Camp­bell - Þing­flokks­formaður (e. chi­ef whip)

Hlut­verk Camp­bell er að tryggja að þing­menn sæki fundi og greiði at­kvæði eft­ir þeim lín­um og stefn­um sem for­ysta flokks­ins legg­ur. 

Camp­bell hef­ur verið á þingi síðan árið 1997. 

Hann starfaði áður sem sögu­kenn­ari og var sleg­inn til ridd­ara árið 2019.

Alan Campbell, þingflokksformaður.
Alan Camp­bell, þing­flokks­formaður. AFP

Dar­ren Jo­nes - Und­ir­fjármálaráðherra

Dar­ren Jo­nes verður nýr und­ir­fjármálaráðherra og mun sitja í rík­is­stjórn­inni.

Jo­nes hef­ur, ásamt fjár­málaráðherr­an­um Reeves, lagt mikið upp úr því að sann­færa leiðtoga úr at­vinnu­líf­inu um að Verka­manna­flokk­ur­inn muni tryggja efna­hags­leg­an stöðug­leika í land­inu.

Hann hef­ur verið þingmaður síðan árið 2017.

Darren Jones, aðalritari ríkissjóðs.
Dar­ren Jo­nes, aðal­rit­ari rík­is­sjóðs. Ljós­mynd/​Wikipedia.org

Her­mer mun sitja í rík­is­stjórn sem aðallög­fræðileg­ur ráðgjafi henn­ar. 

Skip­an Her­mer kom mörg­um að óvör­um þar sem Em­ily Thorn­berry hafið verið sett­ur „skuggi“ embætt­is­ins í stjórn­ar­and­stöðunni. 

Her­mer er ekki þingmaður og verður því veitt­ur tit­ill til að geta setið í rík­is­stjórn. 

Hann býr að 31 árs reynslu sem lögmaður og hef­ur sér­hæft sig í mann­rétt­inda- og um­hverf­is­lög­um og al­manna­rétti.

Richard Hermer, lögfræðilegur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar.
Rich­ard Her­mer, lög­fræðileg­ur ráðgjafi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Ljós­mynd/​Breska Stjórn­ar­ráðið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert