Nýir hópar tölvuþrjóta og nýjar aðferðir

Áhyggjur eru yfir uppsprettu nýrra hópa tölvuþrjóta sem ekki einungis …
Áhyggjur eru yfir uppsprettu nýrra hópa tölvuþrjóta sem ekki einungis krefjast lausnargjalds heldur hóta einnig ofbeldi. Ljósmynd/Colourbox

Hópar tölvuþrjóta líta nú til þess að byggja upp glæpi sína með nýjum aðferðum eftir að alþjóðlegar aðgerðir fyrr á árinu hömluðu starfsemi þeirra.

Aðgerðir lögreglu náðu til stórra hópa tölvuþrjóta m.a. frá Rússlandi. Slíkir glæpahópar hafa verið þekktir fyrir að þróa hugbúnað ætluðum til að stela gögnum svo hægt sé að krefjast lausnargjalds.

Árásirnar hafa beinst að ríkisstjórnum, fyrirtækjum og starfsemi í almanna þjónustu eins og spítölum, á heimsvísu.

Glæpirnir ekki einungis í netheimum

Stöðvun þeirra árása sem af er ári hefur leitt af sér uppsprettu nýrra hópa tölvuþrjóta á skömmum tíma sem veldur áhyggjum í alþjóðasamfélaginu, að sögn Allan Liska hjá bandaríska netöryggisfyrirtækinu Recorded Future.

Nú hafi árásirnar m.a. þróast í þá átt að hótað hafi verið ofbeldi í raunheimum. 

Árásirnar haldast ekki eingöngu við netið heldur hafa færst yfir í raunheima, segir Liska. Netöryggisfyrirtæki á borð við Recorded Future eru enn að meta nýtt landslag slíkra netárása. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert