Pezeshkian er nýr forseti Íran

Umbótasinninn Masoud Pezeshkian er 69 ára gamall hjartalæknir.
Umbótasinninn Masoud Pezeshkian er 69 ára gamall hjartalæknir. AFP/Atta Kenare

Um­bótasinn­inn Masoud Pezes­hki­an er nýr for­seti Íran eft­ir að hann bar sig­ur úr být­um gegn hinum íhalds­sama Sa­eed Jalili í ann­arri um­ferð for­seta­kosn­inga þar í landi. Pezes­hki­an hef­ur heitið að bæta tengsl Íran við Vest­ur­lönd.

Pezes­hki­an fékk um 16 millj­ón at­kvæði, eða um 54%, á móti 13 millj­ón at­kvæðum Jalili, eða um 44%. Um 30 millj­ón­ir manna greiddu at­kvæði í for­seta­kosn­ing­un­um og var kjör­sókn því nærri 50%. 

Eft­ir að úr­slit­in urðu ljós sagði Pezes­hki­an að kosn­ing­arn­ar væru byrj­un­in á „sam­starfi“ með ír­önsku þjóðinni. 

„Erfiða leiðin framund­an verður ekki greiðfær nema með sam­starfi, sam­kennd og trausti ykk­ar. Ég rétti fram hönd mína,“ tísti nýi for­set­inn. 

Samþykki æðsta klerks­ins

Jalili bað stuðnings­menn sína að styðja nýja for­set­ann eft­ir að úr­slit­in urðu ljós. 

Kosn­ing­ar áttu ekki að fara fram í rík­inu fyrr en á næsta ári, en þeim var flýtt vegna and­láts Ebra­him Raisi, fyrr­ver­andi for­seta, í maí. 

Nú þarf æðsti klerk­ur­inn, Ali Khameini, að samþykkja Pezes­hki­an sem for­seta. 

Pezes­hki­an er 69 ára gam­all hjarta­lækn­ir. Hann var heil­brigðisráðherra Íran fyr­ir um 20 árum en hef­ur ann­ars ekki setið í rík­is­stjórn lands­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert