Tate-bræðrum frjálst að fara frá Rúmeníu

Andrew og Tristan Tate er nú frjálst að yfirgefa Rúmeníu …
Andrew og Tristan Tate er nú frjálst að yfirgefa Rúmeníu en ekki ESB. AFP/Daniel Mihailescu

Dóm­stóll í Búkarest hef­ur úr­sk­urðað að áhrifa­vald­ur­inn Andrew Tate og bróðir hans Trist­an Tate sé nú frjálst að yf­ir­gefa Rúm­en­íu en ekki Evr­ópu­sam­bandið.

Breska rík­is­út­varpið greindi frá þessu.

Bræðrun­um var bannað að yf­ir­gefa Rúm­en­íu vegna rétt­ar­halda yfir þeim. Þeir voru ákærðir fyr­ir man­sal, nauðgun og fyr­ir að mynda hópa í því skyni að mis­nota kon­ur kyn­ferðis­lega. 

End­ur­spegli fyr­ir­mynd­ar­hegðun bræðranna

Bræðurn­ir sögðu að úr­sk­urður­inn tákni veru­leg­an sig­ur og væri stórt skref fram á við í máli þeirra. Eu­gene Vidineac lögmaður þeirra sagði niður­stöðuna end­ur­spegla fyr­ir­mynd­ar­hegðun og aðstoð skjól­stæðinga sinna.

„Andrew og Trist­an eru enn staðráðnir í að hreinsa nafn sitt og orðspor, en þeir eru þakk­lát­ir dóm­stól­um fyr­ir að bera þetta traust til þeirra,“ er haft eft­ir lög­mann­in­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert