Ungmenni frá Írak er í haldi austurrískra yfirvalda vegna rannsóknar á skipulagðri hryðjuverkaárás sem að framkvæma átti á Taylor Swift-tónleikum í Vín.
Sá grunaði er átján ára gamall og er sagður koma úr sömu átt og 19 ára austurríkismaður sem handtekinn hefur verið og sagður hafa skipulagt sjálfsvígsárás á tónleikum Swift. Yfirvöld hafa sagt hinn austurríska tengjast Íslamska ríkinu.
Þá hefur annar 17 ára Austurríkismaður verið hnepptur í hald.
Komið hefur fram að maðurinn hafi ætlað sér að nýta hnífa og sprengiefni í árásinni.
Greint er frá því að ungmennið frá Írak hafi lýst yfir stuðningi við Íslamska ríkið. Þó sé ekki ljóst hvort að hann hafi komið að árásinni eða skipulagningu hennar.
Þá hafi ábendingar um árásina komið frá bandarískum yfirvöldum.
Í kjölfarið á ógninni frestaði Taylor Swift öllum þremur tónleikum sínum í Vín.