Árásarmannsins enn leitað

Frá vettvangi árásarinnar. Maður réðst á fólk með hnífi.
Frá vettvangi árásarinnar. Maður réðst á fólk með hnífi. AFP/Ina Fassbender

Þýska lög­regl­an leit­ar enn manns­ins sem myrti þrjá með hnífi á bæj­ar­hátíð í þýsku borg­inni Sol­ingen í gær. Fimm eru al­var­lega særðir. Verið var að halda upp á 650 ára af­mæli Sol­ingen er árás­in var gerð.

Lög­regla hef­ur rætt við fórn­ar­lömb árás­ar­inn­ar sem og vitni. Fjöl­menn­ur hóp­ur lög­reglu­mann leit­ar hins grunaða. 

Nancy Faeser, inn­an­rík­is­ráðherra Þýska­lands, seg­ir árás­ina mikið áfall fyr­ir Þjóðverja. Í færslu á sam­fé­lags­miðlin­um X seg­ir hún hug sinn vera hjá fjöl­skyld­um þeirra sem lét­ust og þeirra sem eru al­var­lega særðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert