Heimsækir borg þar sem hnífaárás var gerð

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands.
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands. AFP/Hennings Kaiser

Olaf Scholz, kansl­ari Þýska­lands, heim­sæk­ir í dag borg­ina Sol­ingen þar sem sýr­lensk­ur maður sem tal­inn er tengj­ast Ríki íslams drap þrjár mann­eskj­ur og særði átta til viðbót­ar á föstu­dag.

Árás­in hef­ur vakið upp umræðu um inn­flytj­enda­mál í Þýskalandi á nýj­an leik.

Eft­ir að árás­armaður­inn hafði verið einn dag á flótta gaf hann sig fram við yf­ir­völd og játaði verknaðinn, að sögn lög­regl­unn­ar.

Kona virðir fyrir sér blómsveiga sem voru lagðir niður þar …
Kona virðir fyr­ir sér blóm­sveiga sem voru lagðir niður þar sem árás­in var gerð. AFP/​Ina Fass­bend­er
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert