Bandarísk kona talin af eftir að skipi hvolfdi

Skjáskot af myndskeiði sem norska landhelgisgæslan deildi á samfélagsmiðlum.
Skjáskot af myndskeiði sem norska landhelgisgæslan deildi á samfélagsmiðlum. Skjáskot/Facebook/Norska landhelgisgæslan

Bandarískrar konu á þrítugsaldri er saknað eftir að skipi hvolfdi vestur af sveitarfélaginu Stad í Noregi, nærri Álasundi.

Sex voru um borð og hefur fimm manns verið bjargað.

Jan Øyvind Rekeland, hjá norsku björgunarmiðstöðinni, sagði við NRK að björgunaraðgerðinni hefði verið hætt klukkan 5 að staðartíma í morgun, eða klukkan 3 að íslenskum tíma, og er konan talin af. Strandgæsluskipið Bergen er þó enn á svæðinu.

Skipið sem hvolfdi er eftirlíking af víkingaskipi og var það á leið frá Færeyjum til Noregs. Engir Norðmenn voru um borð í skipinu, samkvæmt upplýsingum NRK.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert