Ágúst aldrei verið heitari á Spáni

Fólk tekur myndir af skúlptúr fransk-bandaríska listamannsins Louise Bourgeois, Maman, …
Fólk tekur myndir af skúlptúr fransk-bandaríska listamannsins Louise Bourgeois, Maman, hjá Guggenheim-safninu í spænsku borginni Bilbao 11. ágúst. AFP/Ander Gillenea

Ágústmánuður á Spáni var sá heitasti frá því mælingar hófust og var meðalhitastigið 25 stig, að sögn veðurstofu landsins.

Hitamet hafa fallið eða verið jöfnuð á þó nokkrum stöðum víða um heiminn í sumar, þar á meðal í Japan og sums staðar í Kína.

Miðað við hitann á Spáni það sem af er ári gæti árið endað sem það hlýjasta í landinu síðan mælingar hófust. Árið 2022 er það hlýjasta á Spáni sem sögur fara af með 15,7 stiga meðalhita.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert