Eldsvoðinn „samansafn áratugalangra mistaka“

Eldsvoðinn í Grenfell-turninum varð 14. júní 2017 í vesturhluta Lundúna.
Eldsvoðinn í Grenfell-turninum varð 14. júní 2017 í vesturhluta Lundúna. AFP/Daniel Leal

Elds­voðinn í Gren­fell-turn­in­um sem varð 72 mann­eskj­um að bana árið 2017 var „sam­an­safn ára­tuga­langra mistaka“ stjórn­sýsl­unn­ar og starfs­fólks inn­an bygg­ing­ariðnaðar­ins.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum loka­skýrslu um elds­voðann sem var birt í morg­un.

Í skýrsl­unni, sem mark­ar enda­lok langr­ar rann­sókn­ar, eru fyr­ir­tæki sem út­veguðu klæðningu og fleira í tengsl­um við bygg­ingu turns­ins sökuð um „kerf­is­bund­inn óheiðarleika“. 

Dóm­ar­inn fyrr­ver­andi, Mart­in Moore-Bick, leiddi rann­sókn­ina. 

Skýrslan var kynnt á blaðamannafundi í morgun.
Skýrsl­an var kynnt á blaðamanna­fundi í morg­un. AFP/​Just­in Tall­is

Fljót­ur að breiða úr sér

Eld­ur­inn, sem kviknaði snemma dags hinn 14. júní, breiddi fljótt úr sér í gegn­um bygg­ing­una í vest­ur­hluta Lund­úna vegna sér­lega eld­fimr­ar klæðning­ar utan á henni.

Eld­ur­inn kviknaði í frysti á fjórðu hæð og aðeins um hálf­tíma síðar hafði hann náð upp á efstu hæð blokk­ar­inn­ar, sem var 24 hæða. 

Elds­voðinn er sá versti í íbúðabygg­ingu í Bretlandi síðan í síðari heims­styrj­öld­inni. 

AFP/​Adri­an Denn­is

Sinnu­leysi slökkviliðsins

Slökkviliðið í Lund­ún­um er einnig harðlega gagn­rýnt í skýrsl­unni fyr­ir sinnu­leysi yf­ir­manna. Þeir greindu ekki öðrum frá hætt­unni sem stafaði af auk­inni notk­un um­ræddr­ar klæðning­ar og þjálfuðu slökkviliðsmenn ekki sér­stak­lega vegna henn­ar.

„Að mínu mati verður ekk­ert rétt­læti fyrr en fólk verður dæmt í fang­elsi,“ sagði Sandra Ruiz, sem missti 12 ára frænku sína, Jessicu Ur­bano Ramirez, í elds­voðanum.

Lög­regl­an í Lund­ún­um seg­ir aft­ur á móti að rann­sókn henn­ar á mál­inu munu standa yfir til loka næsta árs. Eft­ir það munu sak­sókn­ar­ar taka eitt ár í að ákveða hvort ein­hver verður ákærður.

Eintak af skýrslunni.
Ein­tak af skýrsl­unni. AFP/​Just­in Tall­is
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert