Ekki hlýrra í september í 77 ár

Horft yfir Kaupmannahöfn.
Horft yfir Kaupmannahöfn. Ljósmynd/Colourbox

Það hef­ur verið mjög hlýtt í veðri í Dan­mörku síðustu daga og í gær fór hit­inn í 30,2 gráður við flug­völl­inn í Born­holm.

Ekki hef­ur hit­inn mælst hærri í sept­em­ber í Dan­mörku í 77 ár en dag­ur­inn í gær er sá sjötti heit­asti í sept­em­ber­mánuði frá því veður­mæl­ing­ar hóf­ust árið 1874.

Ekk­ert lát er á hita­bylgj­unni í Dan­mörku en gert er ráð fyr­ir að hit­inn verði á bil­inu 25-29 stig í dag og ekki er ólík­legt að hann fari yfir 30 gráðurn­ar á Fjóni, Vest­ur-Sjálandi og á Kaup­manna­hafn­ar­svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert