„Meðal verstu kynferðisbrotamanna síðustu 20 ára“

Caroline Darian ásamt bróður sínum Florian P. í dómsalnum fyrr …
Caroline Darian ásamt bróður sínum Florian P. í dómsalnum fyrr í vikunni. AFP/Christophe Simon

Dóttir fransks karlmanns sem réttað er yfir fyrir að hafa fengið tugi ókunnugra manna til að nauðga eiginkonu sinni segir hann „líklega á meðal verstu kynferðisafbrotamanna síðustu 20 ára“.

Dominique Pelicot, 71 árs lífeyrisþegi, hefur játað að hafa misnotað eiginkonu sína án hennar vitundar á árunum 2011 til 2020.

Hann byrlaði henni ólyfjan með svefntöflum og fékk síðan karlmennina í heimsókn á heimili þeirra.

Caroline Darian á leið í dómsalinn í gær ásamt bróður …
Caroline Darian á leið í dómsalinn í gær ásamt bróður sínum. AFP/Cristophe Simon

„Hvernig getum við byggt okkur upp á nýjan leik þegar við vitum“ hvað hann gerði, sagði 45 ára dóttir hans, sem notaði dulnefnið Caroline Darian í dómsalnum.

Hún sagði að líf sitt hefði umturnast þegar móðir hennar sagði henni frá því sem gerðist. 

Í kjölfarið hefði hún hafið „hæga leið niður til heljar þar sem þú hefur ekki hugmynd um hversu langt þú munt sökkva“, sagði hún grátandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka