Weinstein fluttur í skyndi á sjúkrahús

Harvey Weinstein.
Harvey Weinstein. AFP

Fyrr­ver­andi kvik­mynda­fram­leiðand­inn Har­vey Wein­stein var í dag flutt­ur í skyndi á sjúkra­hús þar sem hann fór í bráðaaðgerð á hjarta.

ABC-frétta­stof­an grein­ir frá.

Hafði Wein­stein kvartað und­an brjóst­verkj­um í fang­els­inu á Rikers-eyju í New York þar sem hann afplán­ar nú dóma fyr­ir nauðgun og kyn­ferðis­lega áreitni.

„Eins og við höf­um margsinn­is sagt áður, glím­ir herra Wein­stein við fjölda heilsu­far­svanda­mála sem þarfn­ast áfram­hald­andi meðferðar,“ sögðu full­trú­ar Wein­steins, Craig Rot­h­feld og Juda Eng­elmayer, í yf­ir­lýs­ingu í dag.

Kem­ur þar fram að Wein­stein hafi verið flutt­ur á Bell­evue-sjúkra­húsið í New York og þökkuðu full­trú­ar hans þeim sem komu Wein­stein á sjúkra­húsið fyr­ir að hafa brugðist fljótt við.

Wein­stein var einnig flutt­ur á Bell­evue-sjúkra­húsið í apríl.

Á að mæta fyr­ir rétt í vik­unni

Wein­stein er 72 ára gam­all og var dæmd­ur sek­ur af dóm­stóli í New York fyr­ir nauðgun og kyn­ferðisof­beldi gegn leik­kon­unni Jessicu Mann árið 2013 og fyr­ir að hafa kyn­ferðis­lega áreitt aðstoðar­kon­una Mimi Haleyi árið 2006. Hann hlaut 23 ára dóm fyr­ir brot­in.

Í þess­ari viku á hann að mæta fyr­ir rétt í New York þar sem að sak­sókn­ar­ar hafa lagt fram sönn­un­ar­gögn fyr­ir kviðdómi þar sem þeir vinna að því að tryggja nýja ákæru á hend­ur Wein­stein vegna ákæru um kyn­ferðis­glæpi. Wein­stein hef­ur neitað sök og sagt að sam­band sitt við kon­urn­ar hafi verið með samþykki.

Þá kom hann fyr­ir rétt ný­lega í hjóla­stól og hef­ur farið fram á að vera áfram í gæslu­v­arðhaldi á Rikers-eyju þar sem hann hef­ur verið und­ir eft­ir­liti lækna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert