Mætir í hlaðvörp til að höfða til ungra karlmanna

Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hefur verið að mæta í hlaðvörp að undanförnu og er það liður í því að höfða til ungra karlmanna.

Þetta segir Stefán Snær Ágústs­son, fyrr­ver­andi starfsnemi á Banda­ríkjaþingi fyr­ir Demókrataflokkinn, í þætti Dagmála sem birtist í gær.

„Hann má eiga það það að hann er gríðarlega góður að markaðssetja sig og hefur verið það síðan hann bauð sig fyrst fram. Þetta er hluti af því að höfða til unga fólksins, sérstaklega ungra karlmanna,“ segir Stefán Snær aðspurður. 

Hann bætir því við að með þessu þá sé hann að skora á Kamölu Harris að mæta í löng viðtöl, en hún hefur aðeins mætt í eitt viðtal síðan hún bauð sig fram.

Varhugavert að halda að ungt fólk muni kjósa

Donald Trump hefur að kosningabaráttu sinni mætt í viðtöl til manna eins og Lex Fridman, Theo Von og Nelk Boys svo dæmi séu tekin.

Heldurðu að þetta muni skila sér í því að ungir karlmenn muni kjósa hann í meiri mæli en áður?

„Ég held að það sé alltaf varhugavert að halda að ungt fólk muni kjósa. Það má alveg reyna ná unga fólkinu og gera þau spennt fyrir því að mæta á kjörstað, en raunin er sú að þau mæta ekkert sérstaklega vel,“ segir hann en bendir þó á að Barack Obama hafi tekist vel að fá ungt fólk á kjörstað.

Trump leiðir meðal karlmanna

Hann nefnir að það sé ekki alltaf hlaupið að því að kjósa í bandaríkjunum. Það þurfi að skrá sig fyrir fram og að mismunandi reglur gildi í ríkjunum sem geti verið letjandi fyrir unga kjósendur.

„En þetta er hins vegar að virka með unga karlmenn,“ segir Stefán og bendir á að Trump sé að leiða meðal karlmanna í öllum sjö sveifluríkjum. Harris leiðir aftur á móti meðal kvenna í flestum sveifluríkjum.

Í Dag­mál­um ræðir Stefán um reynslu sína af Banda­ríkjaþingi, for­seta­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um 5. nóv­em­ber og kapp­ræður Don­alds Trumps og Kamölu Harris sem fara fram annað kvöld.

Áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins geta nálg­ast viðtalið í heild sinni með því að smella hér.

Hér má sjá samsett mynd frá hlaðvarpsþætti Lex Fridman er …
Hér má sjá samsett mynd frá hlaðvarpsþætti Lex Fridman er hann tók viðtal við Trump. Samsett mynd/Skjáskot/Lex Fridman Podcast
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert