Kínverjar saka Þjóðverja um að ýta undir óstöðugleika

Þýska birgðaskipið Frankfurt am Main.
Þýska birgðaskipið Frankfurt am Main. AFP

Kín­versk stjórn­völd saka þýsk stjórn­völd um að ýta und­ir óstöðug­leika á Taívansundi. Í gær sigldu tvö þýsk her­skip um hafsvæðið.

Bor­is Pistorius varn­ar­málaráðherra Þýska­lands staðfesti í gær að freigát­an Baden-Wu­erttem­berg og birgðaskipið Frankfurt am Main sigldu um sundið.

Banda­rísk her­skip og her­skip annarra ríkja hafa siglt um hafsvæðið áður. Ferð her­skips Þjóðverja var hins veg­ar sú fyrsta í rúm­lega tvo ára­tugi sam­kvæmt þýsk­um fjöl­miðlum.

Senda mannafla til að fylgj­ast með

Kín­verj­ar krefjast lög­sögu yfir haf­lög­sögu Taív­an en hún skil­ur eyj­una frá meg­in­landi Kína.

Þýska­land og mörg önn­ur lönd halda því fram að sigl­ing­arn­ar séu al­geng­ar og nefna sigl­inga­frelsið sem dæmi.

Li Xi, talsmaður kín­verska hers­ins, sagði í yf­ir­lýs­ingu fyrr í dag að stjórn­völd væru búin að senda her­sveit­ir og flugsveit­ir til að fylgj­ast með svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert