34 kvenkyns fangar í hungurverkfall

Mótmælandi heldur á skilti í tilefni af mótmælagöngu sem var …
Mótmælandi heldur á skilti í tilefni af mótmælagöngu sem var haldin vegna þess að tvö ár eru liðin síðan Mahsa Amini lést í haldi lögreglunnar. AFP/Sameer Al-Doumy

34 kven­kyns fang­ar fóru í hung­ur­verk­fall í ír­önsku fang­elsi í dag í til­efni þess að tvö ár eru liðin síðan mót­mæli brut­ust út gegn klerka­veld­inu í land­inu.

Stofn­un Nó­bels­verðlauna­haf­ans Nar­ges Mohamma­di greindi frá þessu.

„Í dag, 15. sept­em­ber 2024, hófu 34 kven­kyns fang­ar í Evin-fang­elsi hung­ur­verk­fall í til­efni þess að tvö ár eru liðin síðan hreyf­ing­in „Kona, líf, frelsi“ var sett á lagg­irn­ar og Mahsa (Jina) Am­ini var drep­in,“ sagði í til­kynn­ingu stofn­un­ar­inn­ar.

Mótmælandi heldur á ljósmynd af Mahsa Amini í Brussel í …
Mót­mæl­andi held­ur á ljós­mynd af Mahsa Am­ini í Brus­sel í fyrra. AFP/​Kenzo Tri­bouill­ard

Am­ini var 22 ára ír­önsk-kúdrísk kona sem lést í varðhaldi lög­regl­unn­ar eft­ir að hafa verið hand­tek­in fyr­ir meint brot á ströng­um regl­um um klæðaburð fyr­ir kon­ur. Dauði henn­ar leiddi af sér áköf mót­mæli í land­inu.

Narges Mohammadi.
Nar­ges Mohamma­di. AFP

Mohamma­di, sem hef­ur bar­ist gegn því að skylda sé að klæðast höfuðslæðum og gegn dauðarefs­ingu í Íran, hef­ur setið í Evin-fang­els­inu í höfuðborg­inni Tehran síðan í nóv­em­ber 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert