„Nei, það eru ekki til mismunandi gerðir af nauðgun“

Gisele Pelicot er fyrrverandi eiginkona Dominique Pelicot, sem er sakaður …
Gisele Pelicot er fyrrverandi eiginkona Dominique Pelicot, sem er sakaður um að byrla eig­in­konu sinni slævandi lyf svo hann og aðrir gætu nauðgað henni. AFP

„Frá því að ég steig fæti inn í þenn­an dómssal hef­ur mér fund­ist ég vera niður­lægð.“

Hin franska Gisele Pelicot lét þessi orð falla í dómsal í dag en hún er fyrr­ver­andi eig­in­kona Dom­in­ique Pelicot, sem er sakaður um að byrla eig­in­konu sinni slævandi lyf svo hann og aðrir gætu nauðgað henni.

Hinn 71 árs Dom­in­ique og 50 aðrir karl­menn hafa þar verið ákærðir fyr­ir að nauðga Gisele. Dom­in­ique viður­kenndi í gær að hann hefði í tæp­an ára­tug byrlað Gisele ólyfjan reglu­lega svo að hann og tug­ir annarra manna gæti nauðgað henni.

„Það er verið að kalla mig alkó­hólista, og ein­hverja sem verður svo ölvuð að ég ger­ist jafn­vel sam­verkamaður herra Pelicots,“ bætti hún við.

Dom­in­ique skjalfesti of­beldið oft á mynd­bönd­um en of­beldið fór að mestu fram á heim­ili þeirra í Maz­an í Suður-Frakklandi.

„Ég var í dauðadái“

„Ég var í dauðadái og mynd­bönd­in sem verða sýnd munu sanna það,“ sagði hún. „Ég gaf aldrei, ekki einu sinni, herra Pelicot eða hinum mönn­un­um samþykki.“

Hún nefndi að lög­menn­irn­ir gæfu í skyn að hún væri „seki aðil­inn og þess­ir 50 menn fórn­ar­lömb“.  Rétt­ar­höld­in fara fram í borg­inni Avignon.

„Ég er nauðgari eins og aðrir í þessu her­bergi,“ sagði Dom­in­ique fyr­ir dómi í gær og vísaði til hinna 50 sak­born­inga í mál­inu – sem all­ir eru menn sem hann fann á net­inu.

Gisele Pelicot gerði sjálf kröfu um að réttarhöldin yrðu opin.
Gisele Pelicot gerði sjálf kröfu um að rétt­ar­höld­in yrðu opin. AFP

„Nauðgun er nauðgun“

Gisele Pelicot, sem skildi við Dom­in­ique í ág­úst, gerði sjálf kröfu um að rétt­ar­höld­in yrðu opin.

Í vitn­is­b­urði sín­um nefndi Gisele um­mæli Guillaume De Palma verj­anda sem sagði í síðustu viku að „það er til nauðgun, og svo er til nauðgun“.

Þetta sagði hann til að reyna að renna stoðum und­ir framb­urð þeirra sak­born­inga sem halda því fram að þeir hefðu gert ráð fyr­ir því að þeir væru aðeins að taka þátt í laus­lát­um kyn­lífs­leik hjón­anna.

„Nei, það eru ekki mis­mun­andi gerðir af nauðgun,“ sagði Gisele.

„Nauðgun er nauðgun.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert