Átti að ráða Netanjahú af dögum

Benjamín Netanjahú.
Benjamín Netanjahú. AFP/Abir Sultan

Ísraelska lögreglan hefur handtekið ísraelskan ríkisborgara sem íranska leyniþjónustan fékk til að ráða af dögum háttsetta ísraelska embættismenn á borð við forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú.

Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu lögreglunnar og ísraelsku leyniþjónustunnar Shin Bet.

„Ísraelskur ríkisborgari var fenginn af írönsku leyniþjónustunni til að ráða háttsetta Ísraelsmenn af dögum. Honum var smyglað tvívegis inn í Íran og fékk þar greiðslur fyrir að sinna verkefnum,“ sagði í yfirlýsingunni.

Þar kom einnig fram að auk Netanjanús, hefðu varnarmálaráðherra Ísraels, Yoav Gallant, og einn háttsettur embættismaður til viðbótar verið skotmörkin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert