Mús stökk upp úr matarbakkanum

Atvikið um borð í flugvél skandinavíska flugfélagsins SAS var óvænt.
Atvikið um borð í flugvél skandinavíska flugfélagsins SAS var óvænt. AFP

Flugvél skandi­nav­íska flug­fé­lags­ins SAS á leið frá Ósló í Noregi til Malaga á Spáni þurfti að nauðlenda vegna músar sem stökk upp úr matarbakka eins farþega. Atvikið gerðist í gær.

NRK greinir frá.

„Það var engin hræðsla en ég togaði sokkana upp yfir buxnaskálmarnar. Ég myndi ekki vilja að mús hoppaði upp og skriði inn í já – þú veist,“ sagði Jarle Børrestad, farþegi sem sat við hliðina á konunni sem fékk óvænta glaðninginn í matarbakkanum, í samtali við NRK.

Nauðlentu í Kaupmannahöfn

Þegar músin hoppaði upp úr bakkanum, sem flugfélagið hafði boðið upp á, var flugvélin stödd yfir Þýskalandi og tilkynnti flugstjórinn að öryggisógn væri um borð í vélinni og að það þyrfti að nauðlenda í Kaupmannahöfn í Danmörku.

Jarle Børrestad kveðst hafa rætt við flugfreyju um borð í flugvélinni sem tjáði honum að hún hefði aldrei séð annað eins á sínum 40 ára ferli í bransanum.

„Ég get staðfest að mús fannst í flugi SK 4683 á leiðinni til Malaga,“ sagði upplýsingafulltrúi SAS.

„Hvort sem þú trúir því eða ekki. Kona við hliðina …
„Hvort sem þú trúir því eða ekki. Kona við hliðina á mér hér hjá SAS Plus opnaði matinn og stökk út mús,“ skrifaði Børrestad á Facebook-síðu sinni. Skjáskot/NRK/Jarle Børrestad
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert