„Það voru fyrstu stóru mistökin mín“

Gisele Pelicot yfirgefur réttinn í Avignon í fyrradag í fylgd …
Gisele Pelicot yfirgefur réttinn í Avignon í fyrradag í fylgd með lögmanni sínum, Stephane Babonneau. AFP/Christophe Simon

„Þar sem ég fékk aldrei samþykki Pelicot á ég ekki ann­ars úr­kosti en að sætta mig við staðreynd­ir,“ sagði Li­o­nel R., einn fimm­tíu manna sem ákærðir eru í Frakklandi fyr­ir hópnauðgun 2. des­em­ber 2018 í máli sem vakið hef­ur ótta og óbeit með frönsku þjóðinni.

Þáver­andi eig­inmaður fórn­ar­lambs­ins, Gisele Pelicot, er einn hinna ákærðu og er gefið að sök að hafa byrlað konu sinni ólyfjan svo svefn­höfgi seig á hana áður en hann bauð fjölda manna að not­færa sér ástand henn­ar.

Áður­nefnd­ur Li­o­nel R. kvaðst ekki hafa gert sér grein fyr­ir ástandi fórn­ar­lambs­ins en taldi sig vera þátt­tak­anda í ein­hvers kon­ar kyn­lífs­leik, en eig­inmaður­inn, Dom­in­ique Pelicot, hafði boðið til gjörn­ings­ins á lokaðri vefsíðu fólks sem aðhyll­ist val­kvæðan lífs­stíl á kyn­ferðis­sviðinu.

Eig­inmaður­inn mjög ýt­inn

„Eitt­hvað var rætt um lyf og minnst var á að hún hefði tekið eitt­hvað inn en stund­um á að hann hefði gefið henni eitt­hvað,“ sagði Li­o­nel R. þegar dóm­ari spurði hann út í máls­at­vik. „Ég spurði sjálf­an mig ekk­ert of margra spurn­inga,“ sagði hann. „Ég hugsaði aldrei út í að hún væri ef til vill ekki þátt­tak­andi í leikn­um. Það voru fyrstu stóru mis­tök­in mín,“ hélt hann áfram.

Hann kvað eig­in­mann­inn hafa verið mjög ýt­inn þegar að því kom að nauðga kon­unni. „Svo sagði hann mér að yf­ir­gefa her­bergið og þá áttaði ég mig á því að eitt­hvað var ekki eins og það átti að vera,“ sagði ákærði.

Sem fyrr seg­ir hef­ur málið vakið mik­inn óhug meðal Frakka, ekki síst vegna þess að marg­ir þátt­tak­end­anna voru „venju­leg­ir menn“, eins og AFP-frétta­stof­an orðar það, þar á meðal slökkviliðsmaður, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og blaðamaður, marg­ir þeirra fjöl­skyldu­menn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert