Danadrottning útskrifuð heim

Margrét Þórhildur Danadrottning er útskrifuð af Ríkissjúkrahúsinu eftir slæma byltu …
Margrét Þórhildur Danadrottning er útskrifuð af Ríkissjúkrahúsinu eftir slæma byltu á miðvikudaginn. Hún er 84 ára gömul og afsalaði sér krúnunni til Friðriks sonar síns í janúar. AFP

Margrét Þórhildur Danadrottning er nú útskrifuð af Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn þar sem hún var innlögð frá miðvikudegi í kjölfar þess er hún datt í Friðriksborgarhöllinni.

Reyndist hún hafa brotnað á vinstri hendi auk þess sem hálsliðir hennar urðu fyrir hnjaski og gengur drottningin með hálskraga næstu mánuði. Frá þessu greinir konungshöllin danska í fréttatilkynningu.

Fyrir utan framangreinda áverka er líðan Margrétar Þórhildar með ágætum.

DR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert