Yfir 70 þúsund rússneskir hermenn fallið

Rússneskir hermenn.
Rússneskir hermenn. AFP

Yfir 70 þúsund manns sem berjast fyrir rússneska herinn hafa verið drepnir í Úkraínu, samkvæmt tölfræði BBC.

Í fyrsta sinn eru sjálfboðaliðar, sem gengu í herinn eftir að stríðið hófst árið 2022, orðnir flestir þeirra sem hafa fallið á vígvellinum.

Á hverjum degi eru birt í rússneskum fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum nöfn þeirra sem eru drepnir í Úkraínu, ásamt minningargreinum og ljósmyndum af þeim.

Rússneskir hermenn á hersýningu á Rauða torginu í Moskvu 9. …
Rússneskir hermenn á hersýningu á Rauða torginu í Moskvu 9. maí síðastliðinn. AFP/Natalia Kolesnikova

BBC Russian og sjálfstæða vefsíðan Mediazona hafa tekið þessi nöfn saman, ásamt nöfnum úr öðrum opinberum gögnum.

BBC kveðst hafa safnað saman 70.112 nöfnum rússneskra hermanna sem hafa fallið í Úkraínu. Raunverulegur fjöldi látinna er þó talinn mun meiri. Sumar fjölskyldur birta ekkert um dauða skyldmenna sinna opinberlega, auk þess sem dauðsföll í úkraínsku héruðunum Dónetsk og Lúgansk, sem eru á valdi Rússa, eru ekki inni í tölunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert