Snéru vélinni við vegna leynigests um borð

Mús reyndist hafa laumað sér í matarbakka.
Mús reyndist hafa laumað sér í matarbakka. Sverrir Vilhelmsson

Farþegaflugvél SAS á leið til Malaga frá Osló var snúið við eftir að óvæntur leynigestur reyndist um borð. Raunar hafði leynigesturinn gott betur en látið sér nægja að fá far í sólina. Hafði hann einnig hreiðrað um sig í matarbakka farþega um borð.

Leynigesturinn reyndist mús sem var sprelllifandi og skaust upp úr matarbakkanum eftir að kona nokkur opnaði hann. 

Sökum verkferla flugfélaga brá flugmaður vélarinnar á það ráð að snúa vélinni til Kaupmannahafnar þar sem vélinni var lent. Kallað var á meindýraeyði til að hafa uppi á músinni.

Farþegarnir urðu að gera sér það að góðu að gista í eina nótt í Kaupmannahöfn.

Talsmaður SAS sagði í yfirlýsingu að farið verði yfir málin með framleiðanda matarbakkanna. Ekki er vitað um afdrif músarinnar.

Músin var um borð í flugi SAS.
Músin var um borð í flugi SAS. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert