Ísrael og Hisbollah skiptast á eldflaugum

Frá borginni Haifa.
Frá borginni Haifa. AFP/Jack Guez

Ísraelski herinn gerði loftárásir á skotmörk His­bollah-sam­tak­anna í nótt. Hisbollah-samtökin hafa einnig beint eldflaugum að norðurhluta Ísraels.

Í yfirlýsingu frá Hisbollah segir að miðað hafi verið á flugherstöð og vopnaframleiðslu nálægt borginni Haifa í norðurhluta Ísraels. Verið væri að bregðast við árásum Ísraela í vikunni. 

Mikið upp­nám rík­ir inn­an His­bollah eft­ir að tveir af leiðtog­um þeirra voru drepn­ir í loft­árás Ísra­els­manna í Líb­anon á föstudag. Þarlend yf­ir­völd segja að 45 hafi lát­ist í árás­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert