„Ljóst“ að hvorugir aðilar vilji vopnahlé á Gasa

Antonio Guterres í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York-borg í …
Antonio Guterres í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York-borg í Bandaríkjunum í dag. AFP/Angela Weiss

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að það sé „ljóst“ að hvorki Ísraelsmenn né Hamas-liðar hafi áhuga á vopnahléi á Gasasvæðinu.

„Mér er ljóst að hvorugir aðilar hafa áhuga á vopnahléi, og það er harmleikur, því þetta er stríð sem verður að stöðva,“ sagði Guterres við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN.

„Hvorki Ísraelsstjórn né Hamas-samtökin vilja í raun vopnahlé.“

Guterres varaði einnig við því að hætta sé á því að Líbanon breytist í „annað Gasa“ vegna árása á milli Ísraels og Hisbollah-hryðjuverkasamtakanna, sem hafa færst í aukana síðustu vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert