Munu ekki umbera árásirnar

Frá ísraelsku borginni Haifa í morgun.
Frá ísraelsku borginni Haifa í morgun. AFP/Jack Guez

Um 150 eldflaugum, flugskeytum og árásardrónum var skotið á ísraelska grundu í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Ísraelsher sendi frá sér fyrir skömmu.

„Í nótt og í morgun var um það bil 150 eldflaugum, flugskeytum og árásardrónum skotið að ísraelsku yfirráðasvæði en flestum var miðað að norðurhluta Ísraels,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að árásirnar hafi hitt fá skotmörk og að „enginn verulegur“ skaði hafi átt sér stað. 

Hjálpa íbúum að snúa aftur

Hisbollah-samtökin héldu úti árásum á Ísrael í nótt til að bregðast við árásum Ísraelshers gagnvart samtökunum í Líbanon í vikunni.

Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði í ávarpi rétt eftir að tilkynning var send út að Ísrael myndi „ekki umbera“ árásir sem þessar.

Þá sagði hann að yfirvöld væru staðráðin í því að hjálpa íbúum sem þurftu að flýja heimili sín í norðri vegna árásanna að snúa þangað aftur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert