150 loftárásir á 300 skotmörk Hisbollah

Reykur í suðurhluta Líbanon eftir loftárárs Ísraela.
Reykur í suðurhluta Líbanon eftir loftárárs Ísraela. AFP/Jalaa Marey

Ísraelsher segist hafa gert um 150 loftárásir á skotmörk tengd Hisbollah-samtökunum á einni klukkustund í nótt. Árásirnar hófust klukkan 6.30 að staðartíma, eða klukkan 3.30 að íslenskum tíma.

„Í morgun voru gerðar um 150 loftárásir,“ sagði talsmaður Ísraelshers við AFP-fréttastofunnar og bætti við að þær hefðu staðið yfir til klukkan 7.30 að staðartíma.

Ísraelar segja að yfir 300 staðir Hisbollah hafi verið skotmörkin í árásunum.  

Najib Mikati, forsætisráðherra Líbanons, segir tilgang árásanna vera að eyðileggja bæi og þorp í Líbanon.

„Áframhaldandi árásir Ísraela á Líbanon eru útrýmingarstríð í öllum skilningi þess orðs og áætlun með eyðileggingu í huga sem er ætlað að eyðileggja þorp og bæi í Líbanon,“ sagði Mikati á ríkisstjórnarfundi.

Hann hvatti „Sameinuðu þjóðirnar, allsherjarnefndina og áhrifamikil lönd […] til að koma í veg fyrir árásirnar“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert