„Ég veit ekki hvort mér var nauðgað“

Skissa frá réttarhöldunum.
Skissa frá réttarhöldunum. AFP/Benoit Peyrucq

Em­ilie O., fyrr­ver­andi eig­in­kona manns sem er einn af sak­born­ing­un­um í máli er varðar hópnauðgun, brotnaði niður þegar hún gaf skýrslu fyr­ir dómi í dag.

Þar sagðist hún hafa lifað í lygi og að hún sjálf hefði mögu­lega orðið fyr­ir kyn­ferðisof­beldi.

„Ég veit ekki hvort mér var nauðgað,“ sagði Em­ilie í dómsal í frönsku borg­inni Avigi­on í dag og bætti við: „Það er hræðilegt, ég mun alltaf ef­ast.“

Réttað yfir 50 mönn­um

Em­ilie er fyrr­ver­andi eig­in­kona Hug­u­es M., sem er einn af tug­um manna sem sakaðir eru um að hafa brotið á Gisele Pelicot kyn­ferðis­lega í yfir ára­tug.

Fyrr­ver­andi eig­inmaður Gisele, Dom­in­ique Pelicot, hef­ur játað að hafa byrlað henni ólyfjan og boðið ókunn­ug­um mönn­um að nauðga henni á heim­ili hjón­anna.

Rétt­ar­höld yfir Pelicot og 50 öðrum mönn­um sem sakaðir eru um að hafa tekið þátt í of­beld­inu hafa staðið yfir frá byrj­un mánaðar.

Er enn að end­ur­hugsa allt

Em­ilie sagði í vitn­is­b­urði sín­um að eig­inmaður henn­ar hefði mögu­lega byrlað henni ólyfjan og beitt hana kyn­ferðisof­beldi.

„Ég var blekkt og ég lifði í lygi,“ sagði Em­ilie sem bjó með mann­in­um í fimm ár.

„Ég er enn að end­ur­hugsa allt,“ bætti hún við án þess að líta í átt að mann­in­um.

Fékk bara adrenalín frá mótor­hjól­um og kyn­lífi

Þegar Em­ilie hóf að segja sögu sína fyr­ir rétt­in­um tók hún að tár­ast og horfði á Gisele Pelicot sem sýndi henni stuðning og brosti til henn­ar.

Hún var 33 ára þegar hún kynnt­ist Hug­u­es í gegn­um netið en þau hafa bæði mik­inn áhuga á mótor­hjól­um.

Hún lýsti Hug­u­es sem til­lit­söm­um en sagði þó að hann hefði ít­rekað haldið fram hjá henni.

„Hann þurfti á adrenalíni að halda sem hann fékk aðeins í gegn­um að keyra mótor­hjól og stunda kyn­líf,“ sagði Em­ilie.

Fór að sjá lífið í nýju ljósi

Hún fór að sjá líf sitt í nýju ljósi árið 2021 þegar hún frétti af kær­un­um á hend­ur fyrr­ver­andi maka sín­um.

Sama ár hafði hún verið boðuð á fund lög­reglu þar sem henni var til­kynnt að Hug­u­es hefði nauðgað konu árið 2019.

„Ég trúði þeim ekki, ég var sleg­in og spurði hvort ég gæti fengið að sjá mynd­ina og það var þá sem ég áttaði mig á að þetta væri ekki mar­tröð.“

Hélt að hún væri með alzheimers-sjúk­dóm­inn

Hug­u­es er sakaður um til­raun til nauðgun­ar en hann náði ekki að stunda kyn­mök við Pelicot á meðan hún var meðvit­und­ar­laus.

Eft­ir að ásök­un­in kom fram byrjaði Em­ilie að ef­ast um sam­band sitt við Hug­u­es en hún ótt­ast að hún hafi mögu­lega sætt svipaðri meðferð og Pelicot.

Nótt eina árið 2019 vaknaði hún við það að Hug­u­es reyndi að stunda kyn­mök við hana. Hún til­kynnti at­vikið til lög­reglu en vegna skorts á sönn­un­ar­gögn­um var mál­inu vísað frá.

Þá upp­lifði Em­ilie reglu­lega svima á tíma­bil­inu frá sept­em­ber 2019 til mars 2020.

Gisele Pelicot hef­ur sagt frá því að í mörg ár hafi hún verið með und­ar­lega minn­is­skerðingu og önn­ur heilsu­far­svanda­mál en hún hélt á tíma­bili að hún væri með alzheimers-sjúk­dóm­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert