Einn látinn eftir tugi loftárása á Líbanon

Reykur stígur upp eftir loftárás Ísraela á Aramti, skammt frá …
Reykur stígur upp eftir loftárás Ísraela á Aramti, skammt frá landamærum Líbanons og Ísraels, í morgun. AFP/Ammar Ammar

Að minnsta kosti einn almennur borgari er látinn eftir tugi loftárása Ísraels á suður- og austurhluta Líbanons í nótt.

Að sögn fréttastofunnar NNA „gerðu stríðsflugvélar óvinarins…yfir 80 loftárásir á hálftíma“, þar sem sjónum var beint að héraðinu Nabatiyeh í suðurhluta Líbanons. Einnig var greint frá loftárásum á Tyre.

Á sama tíma voru að sögn NNA gerðar „ákafar árásir á Bekaa“-dal í austri, mjög innarlega í Líbanon, nálægt landamærunum að Sýrlandi.

NNA sagði að einn almennur borgari hefði farist í árásunum, þ.e. fjárhirðir, auk þess sem tveir úr fjölskyldu hans hefðu særst, ásamt fjórum til viðbótar.

Reykur í Líbanon eftir árásir Ísraelshers.
Reykur í Líbanon eftir árásir Ísraelshers. AFP/Jalla Marey

Fólk haldi sig fjarri Hisbollah-skotmörkum

Ísraelsher hefur hvatt almenna borgara í Líbanon til að halda sig fjarri skotmörkum sem tengjast Hisbollah-samtökunum. Herinn hefur einnig heitið því að gera áframhaldandi „umfangsmiklar og nákvæmar“ árásir gegn samtökunum, sem eru studd af Íran.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert